Center Hotels og URÐ bjóða til viðburðar til að fagna nýlegu samstarfi. Tilefnið er að kynna sérvalið SPA sett sem framleitt er af URÐ og mun verða í boði fyrir gesti Center Hotels. SPA settið felur í sér sambland af einstökum húðumhirðuvörum sem framleiddar eru á Íslandi úr íslensku hráefni af URÐ.
Fyrstu 50 gestirnir sem mæta á viðburðinn fá SPA sett að gjöf. DJ Silja Glömmi mun sá um tónlistina og í boði verða drykkir og smakk af nýjum barsnakkseðli Jörgensen Kitchen & Bar. Einnig verður 2 fyrir 1 tilboð af gjafabréfum sem fela í sér aðgang í SPA & freyðivín sem gildir í Miðgarð SPA.
Sjá nánar hér
Sjáumst á Miðgarði by Center Hotels kl 18:00, föstudaginn 5. maí.
Dagsetning 05/05/2023 - 05/05/2023