Standard twin/double
Standard Double/Twin herbergin eru að meðaltali 18 m² að stærð og eru fallega innréttuð í iðnaðarstíl sem er í samræmi við heildarhönnun hótelsins. Rúmin í herbergjunum eru í King stærð, en hægt er að breyta því í tvö aðskilin rúm sé þess óskað. Möguleiki er að bæta við barnarúmi í herbergin en það kostar aukalega.
Sjá 360° panorama mynd af standard double/twin herbergi hér.
Standard plus twin/double
Standard Plus Double/Twin herbergin eru björt og vinaleg. Þau eru að meðaltali 23 m² að stærð. Öll herbergin hafa sturtu og rúm í King stærð en hægt er að breyta því í tvö aðskilin rúm sé þess óskað. Aðgangur að Granda spa fylgir með herbergjunum. Baðkar er í sumum herbergjunum sem hægt er að óska sérstaklega eftir. Möguleiki er að bæta við barnarúmi eða auka rúmi í herbergin en það kostar aukalega.
Sjá 360° panorama mynd af standard plus double/twin herbergi hér.
Balcony twin/double
Balcony Double/Twin herbergin eru öll staðsett á efstu hæð hótelsins og bjóða því upp á einstakt útsýni yfir miðborgina. Sér svalir fylgja með hverju herbergi. Rúmin eru í King stærð en hægt er að breyta því í tvö aðskilin rúm sé þess óskað. Meðalstærð herbergjanna er 21 m². Öll herbergin hafa baðkar og sturtu samsetningu og aðgangur að Granda spa fylgir með. Möguleiki er að bæta við barnarúmi en það kostar aukalega.
Sjá 360° panorama mynd af balcony double/twin herbergi hér.
Deluxe king
Deluxe King herbergin eru mjög rúmgóð með meðalstærð upp á 30 m². Rúmin í herbergjunum eru í King stærð og öll herbergin búa að því að hafa baðkar og sturtu samsetningu. Aðgangur að Granda spa fylgir með herbergjunum. Möguleiki er að bæta við barnarúmi eða svefnsófa í herbergin en það kostar aukalega.
Sjá 360° panorama mynd af deluxe king herbergi hér.
Junior suite
Junior Suites á Granda eru rúmgóðar og einstaklega fallega innréttaðar í björtum og glaðlegum litum. Meðalstærð herbergjanna er 30 m² sem gerir þær að góðum kosti fyrir fjölskyldur með börn eða fyrir þrjá fullorðna gesti. Hver svíta er búin lúxus king-size rúmi og þægilegu svefnsófa sem veitir aukinn sveigjanleika. Í öllum herbergjum er baðkar og sturtu samsetning. Aðgangur að Granda spa fylgir með herbergjunum. Barnarúm er einnig í boði gegn vægu gjaldi og tryggir að allir gestir okkar finni sig alveg eins og heima hjá sér.
Sjá 360° panorama mynd af junior suite hér.
Suite
Grandi Suite er sú allra glæsilegasta á hótelinu. Svítan er einstaklega fallega innréttuð og er staðsett á efstu hæð hótelsins. Í henni er góð setustofa með sófa, stólum, sófaborði og skrifborði. Svefnherbergið er aðskilið stofunni og er þar að finna rúm í King stærð en hægt er að breyta því í tvö aðskilin rúm sé þess óskað. Tvö sjónvörp eru í svítunni og tvö baðherbergi með baðkari og sturtu samsetningu. Svítan er 45 m² að stærð og í henni eru sér svalir einungis fyrir gesti svítunnar. Aðgangur að Granda spa fylgir með svítunni. Möguleiki er að bæta við barnarúmi en það kostar aukalega.
Sjá 360° panorama mynd af suite hér.