3
Grandi spa

Glæný og einstaklega falleg heilsulind með heitum pottum, afslöppunarrými og opnum glugga í lofti sem hleypir birtu inn í heilsulindina.

Bóka spa aðgang
Fullkomin vellíðan

Grandi spa er glæný og einstaklega falleg heilsulind, hönnuð með þægindi og slökun í huga. Hún er staðsett er á Granda by Center Hotels, Seljavegi 2. Heilsulindin býður upp á sannkallað dekur á sál og líkama með úrvali af heitum pottum, gufu, nuddmeðferðum og afslöppunarrými.

Heilsulindin
4
Fullkomin vellíðan
Grandi spa, staðsett á Seljavegi 2, er einstakt rými þar sem áherslan er lögð á að gestir fái að njóta sín. Í heilsulindinni eru tveir stórir heitir pottar, gufubað, afslökunarrými, búningsklefar og nuddherbergi. Opinn hringlaga gluggi sem hleypir náttúrulegu ljósi er staðsettur fyrir ofan heitu pottana þannig að hægt er að horfa upp í himinn á meðan gestir njóta sín í pottunum. Opið er í heilsulindinni frá 07:00 - 22:00 alla daga. Aðgangur að heilsulindinni er ekki leyfður fyrir börn yngri en 12 ára og börn yfir 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Aðgangur í heilsulindina er á 5.900 kr. á mann. Bóka þarf aðgang í heilsulindina með 24 klst fyrirvara. Hafðu samband við okkur á lobbygrandi@centerhotels.com eða í síma 595 8580 til að bóka afslöppun í Granda spa.
Heilsuræktin
2021-12-12 22.09.00
Gefðu allt sem þú átt
Í Granda Spa er fullbúin heilsurækt með fjölbreyttu úrvali af æfinga- og styrktartækjum - allt sem þú þarft til að halda þér í góðu formi. Heilsuræktin er opin á sama tíma og Grandi Spa, alla daga frá 07:00 til 22:00 og aðgengi að henni fylgir aðgangi í heilsulindina.
Hópurinn
5
Dekur fyrir hópinn
Heilsulindin er rúmgóð, þægileg og aðgengileg. Við getum tekið á móti hópum - allt að 30 manns í einu. Hægt er að panta drykki og fá þá afhenta í heilsulindina. Dekurstund fyrir hópinn er fullkomin leið til að njóta sín saman í slakandi og endurnærandi umhverfi.
Nuddmeðferðirnar
1
Slökun og ró
Í Granda spa eru þrjú nuddherbergi. Tvö af þeim eru einstaklingsherbergi og eitt er paranuddherbergi. Nuddaðstaðan er fallega innréttuð með slökun og lúxus í huga. Við bjóðum upp á úrval af nuddmeðferðum sem eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem og pör. Bóka þarf nuddmeðferðirnar með 24 klst fyrirvara.
Nudd
Klassískt nudd 11800 ISK

Í nuddmeðferðinni er lögð áhersla á að ná spennu úr öllum líkamanum. Sérstök athygli er lögð á stífa punkta, svæði og unnið er með þá. Í boði er mismunandi lengd á nuddi: 

25 mín - 11.800 kr.

50 mín - 14.800 kr. 

80 mín - 20.900 kr

Slökunarnudd 11800 ISK

Njóttu lífsins og upplifðu algjöra slökun eftir amstur dagsins. Markmið þessa nudds er að endurnæra líkamann. Nuddið mýkir vöðva, minnkar spennu og örvar blóðflæði. Í boði er mismunandi lengd á nuddi: 

25 mín - 11.800 kr. 

50 mín - 14.800 kr. 

80 mín - 20.900 kr. 

Djúpvefjanudd 12800 ISK

Öflugt nudd sem er tilvalið fyrir þá sem hafa sára og stirða vöðva. Beitt er þrýstingi til að örva blóðflæði sem hjálpar við að losna við óþarfa spennu, verki og hnúta sem gætu hafa myndast. Í boði eru mismunandi lengdir á meðferðum: 

25 mín - 12.800 kr. 

50 mín - 15.800 kr.

80 mín - 21.900 kr. 

Lúxus nudd 15200 ISK

Endurnýjandi nudd þar sem þar sem lúxus og gæði eru í fyrirrúmi. Auk nuddsins getur þú notið andlitsmaskans sem er hannaður til þess að næra húðina þína og skilur hana eftir geislandi og endurnærða. Þetta nudd er fullkomið vellíðunarævintýri fyrir bæði líkama og andlit. Í boði er mismunandi lengd á nuddi: . Hægt er að velja á milli mismunandi lengda á meðferðunum: 

50 mín - 15.200 kr. 

80 mín - 23.900 kr. 

Heitt steinanudd 15900 ISK

Upplifðu samblönduna af hlýju og slökun sem steinanuddið okkar býður upp á. Heitir steinar, sem er vandlega raðað á líkamann, leysa úr spennu og veita einstaka vellíðan. Leyfðu ró og jafnvægi að umlykja þig í þessari meðferð.   Hægt er velja um mismunandi lengd á nuddinu: 

50 mín - 15.900 kr. 

80 mín - 22.800 kr. 

Herða-, höfuð og andlitsnudd 11800 ISK

Upplifðu djúpa slökun með nuddi á höfði, öxlum og hálsi. Lögð er áhersla á að losa um spennu og endurheimta vellíðan. Í boði er mismunandi lengd á nuddi:
30 mín - 11.800 kr.
50 mín með andlitsmaska 14.800 kr.

Fótanudd 9500 ISK

Slakaðu á og njóttu þess að fá fótanudd. Áhersla er lögð á ákveðna þrýstipunkta sem draga úr þreytu og endurnýja allan líkamann. Í boði er mismunandi lengd á meðferðum. 

20 mín - 9.500 kr.

30 mín - 11.300 kr.  


Rakagefandi andlitsmeðferð 19900 ISK

Djúp rakagefandi meðferð hönnuð fyrir andlit, háls og brjóstsvæði. Meðferðin er endurnærandi fyrir húðina. Nuddmeðferðin tekur 60 mín.  

Andlitsmeðferð gegn öldrun 20900 ISK

Í meðferðinni er notast við aðferðir sem eru sérsniðnar fyrir varnir gegn öldrun húðarinnar, fyrir háls og andlit. Notast er við nýstárlega afhreinsandi maska með náttúrulegri fyllingu. Meðferðin tekur 60 mín. 

Detox andlitsmeðferð 19900 ISK

Hreinsandi meðferð sem hönnuð er til að bæta útlit og heilsu húðarinnar. Meðferðin vinnur að því að minnka sýnilegar svitaholur, bletti og kemur í veg fyrir bólumyndun. Meðferðin tekur 60 mín. 

Instant glow andlitsmeðferð 15000 ISK

Formúla sem gerir kraftaverk með því að hreinsa og veita húðinni raka sem skilur hana eftir endurnærða og geislandi. Nuddmeðferðin tekur 30 mín. 

7
1
2
8
5