Standard double/twin
Nýtískuleg og notaleg
Nútímaleg og vel búin herbergi sem eru að meðaltali 17,7 m2 að stærð. Tvö einstaklingsrúm sem hægt er að setja saman í hjónarúm (king size), sé þess óskað. Aukarúm og barnarúm eru því miður ekki í boði í þessari herbergjategund. Uppfærsla í Standard Plus herbergi kostar 40 evrur per nótt og uppfærsla upp í Deluxe herbergi kostar 80 evrur per nótt.
Sjá 360° panorama mynd af standard double/twin herbergi hér.
Standard plus
Með aðgangi í heilsulindina
Tvö rúmgóð rúm sem auðveldlega er hægt að sameina í þægilegt hjónarúm (king size), sé þess óskað. Aðgangur að Miðgarður Spa og baðsloppar og inniskór fylgja herbergjunum. Barnarúm kostar aðeins 10 evrur aukalega. Því miður er ekki í boði að bæta við aukarúmi. Meðalstærð herbergjanna er 18,5 m2. Uppfærsla upp í Deluxe herbergi er á 40 evrur per nótt.
Sjá 360° panorama mynd af standard plus herbergi hér.
Deluxe Double/Twin
Ókeypis aðgangur í heilsulindina
Herbergin eru rúmgóð og sum þeirra bjóða upp á einstakt útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur. Þeim fylgir öllum aðgangur að Miðgarður Spa og allt þetta litla notalega eins og baðsloppar og inniskór. Meðalstærð herbergjanna er 21 m2.
Sjá 360° panorama mynd af deluxe double/twin herbergi hér.