Þingholt bar
Þingholt lobby
Center Hotels  Romance
CH_Thingholt_Hero_5

Þar sem miðbæjarhjartað slær

Þingholt by Center Hotels er boutique hótel staðsett í hjarta borgarinnar. Og talandi um hjarta; Þingholtið okkar er kannski ekki það stærsta í bransanum, en er hótel með risastórt hjarta. Persónulegt, nýmóðins og eins miðsvæðis og hótel verða. Svo er upplagt að trítla yfir á barinn okkar og smakka á því allra besta sem í boði er í vínheiminum.  

Bóka

Það sem gerir okkur sérstök

Morgunverðahlaðborð
Bar
Heilsulind
Heilsurækt
Fundarsalur
Bókunarþjónusta
Hjólastólaaðgengi
Frítt WiFi
Herbergin
Center Hotels Breakfast in bed
Heimsborgaralegt og huggulegt
Herbergin eru sérhönnuð af Gullu Jónsdóttur sem er landsþekkt fyrir verk sín í innanhússarkitekúr. Herbergin, 52 talsins, eru vel búin þægindum þar sem innblásturinn er sóttur í íslenska náttúru. Hárblásari, sturta, öryggishólf, frítt WiFi, flatskjár og minibar. Njóttu vel.
Meira, takk!
Ísafold Lounge & Bar
isafold-lounge-bar
Sígildir sopar með nýjum blæ
Notalegheit í öllu sínu veldi er að finna á Ísafold bar. Sérvalinn vínlisti, klassískir kokteilar og drykkir að hætti hússins. Hvað meira er hægt að óska sér?
Meira takk!
Ísafold spa
Ísafold spa á Center Hotels í Reykjavík, Spa á Þingholti by Center Hotels í Reykjavík
Slepptu þér & slakaðu svo á
Nudd og rúmgóður heitur pottur eftir annasaman dag. Hvernig hljómar það? Einmitt. Ef þú vilt skipta um gír og taka á því í ræktinni, þá er það líka í boði. Allt eftir þínum takti.
Meira, takk!
Fundarsalur
Þingholt fundarsalur á Center Hotels í Reykjavík, Fundarsalur á Þingholti by Center Hotels í Reykjavík
Skipuleggðu góðan fund
Frábær fundaraðstaða fyrir þá sem vilja halda smærri fundi. Fyrsta flokks tækjabúnaður, ljúffengar veitingar og vinalegt andrúmsloft.
Meira, takk!
360° FERÐALAG
CH_Thingholt_Hero_1
Innlit inn á Þingholt
Vertu velkomin að líta inn til okkar í 360 gráðu ferðalag um hótelið og sjáðu hvað þín bíður þegar þú gistir á Þingholti by Center Hotels.
Meira takk!
Þingholt bar
Þingholt lobby 2
Þingholt reception
Þingholt breakfast area
312 stdt - Thingholt - low res
Center Hotels  Romance
Thingholt room
copy-of-thingholt-28b-1
Ísafold spa á Center Hotels í Reykjavík, Spa á Þingholti by Center Hotels í Reykjavík
Thingholt_Sp_01-1
Meeting room Thingholt
isafold-lounge-bar
_MFP7843
mfp7809-1
CH_Home_Map All Hotels-01
Í grenndinni
Kynntu þér aðra hótelkosti
Miðgarður by Center Hotels Reykjavík, Miðbæjarhótel Miðgarður í Reykjavík,  Miðgarður hótel í Reykjavík
Miðgarður by Center Hotels

Miðgarður er vel staðsett hótel ofarlega á Laugaveginum. Hótelið er einstaklega fallegt og lumar á skemmtilegum iðagrænum garði í miðju hótelsins þar sem gott er að eiga notalega stund. Miðgarður spa er falleg heilsulind með heitum pottum og á Jörgensen Bar & Kitchen er boðið upp á ljúffengar veitingar og dillandi, lifandi tónlist. Fyrsta flokks fundaraðstaða er einnig að finna á Miðgarði. 

.

Meira, takk!
Hótel Laugavegur, Center Hotels Laugavegur, Laugavegur hótel, Hótel Laugavegur í Reykjavík, Center Hotels Laugavegur í Reykjavík, Miðbæjarhótel Laugavegur
Center Hotels Laugavegur

Center Hotels Laugavegur tekur sig vel út á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Staðsetning hótelsins er með besta móti og eru gestir í miðju iðandi lífsins á Laugaveg þar sem stutt er í allt það helsta sem miðborgin býður upp á. Herbergin eru fallega innréttuð og bjóða upp á skemmtilegt útsýni yfir miðborgina. Það er gott að byrja daginn á Center Hotels Laugaveg.

.

Meira, takk!
Suite 3
Grandi by Center Hotels

Grandi hótel er staðsett í hinum skemmtilega og líflega hluta borgarinnar, Granda.  Hótelið, sem áður hýsti vélsmiðjuna Héðinn, er hannað í hráum en um leið fallegum og þægilegum stíl og býður upp á skemmtilegt og líflegt umhverfi á veitingastað og bar hótelsins. Okkur finnst sérstaklega gaman að hafa notalegt í kringum okkur sem kemur vel fram í rúmgóðu og björtu herbergjunum og þægilegu húsgögnunum.  Á Granda er að finna sannkallaða borgarstemningu í anda Reykjavíkur.  

.

Meira, takk!