Njóttu þess að hafa þitt eigið rými í Reykjavík
Ef þú kýst að hafa þitt eigið góða rými til að slaka á, elda, sofa já eða að vinna í á meðan þú dvelur í líflegu miðborginni í Reykjavík þá gætu íbúðirnar okkar verið góður kostur.
Þingholt Hotel Apartments from Center Hotels
Miðborgaríbúðir
Einskær þægindi eru það sem einkennir Þingholt Hotel Apartments. Íbúðirnar eru staðsettar á Þingholtsstræti, í hliðargötu frá Laugaveg og búa því að því að vera í göngufæri frá öllu því helsta sem miðborgin býður upp á. Íbúðirnar geta hýst allt að 5 gesti og eru vel útbúnar með öllum helstu þægindum sem þarf fyrir góða dvöl.