janine-robinson-uZisL-EGGxQ-unsplash
Jazzhátíð Reykjavíkur 2024

Við ásamt Jazzhátíð Reykjavíkur munum bjóða upp á skemmtilega jazzviðburði á bæði Jörgensen Kitchen & Bar og Ský Bar & Lounge á meðan hátíð stendur, 27. - 31. ágúst. Hlökkum til að sjá ykkur!

Íslenskar jazz perlur
Icelandic Jazz Pearls
Helga Margrét og Vigdís Þóra
Helga Margrét Clarke og Vigdís Þóra eru upprennandi jazz söngkonur. Þær kláruðu framhaldspróf við Tónlistarskóla FÍH vorið 2024 og hafa komið reglulega fram bæði saman og í sitthvoru. Með verkefninu Íslenskar jazz perlur vilja þær gefa íslenskum jazz höfundum hátt undir höfði og þeirri tónlist sem hefur haft hvað mestu áhrif á þeirra tónlistarsmekk. Þar munu Helga Margrét Clarke og Vigdís Þóra syngja íslenskan jazz eftir íslenska höfunda. Sem dæmi um höfunda má nefna Tómas R. Einarsson, Jón Múla Árnason, Karl Olgeirsson, Marínu Ósk og Sigurð Flosason ásamt þeirra eigið frumsamda efni. Viðburður byrjar kl. 17:30 þann 29. ágúst á Jörgensen Kitchen & Bar, frítt inn og allir velkomnir.
Sjá meira!
JAZZ HAPPY HOUR
Rebekka Blöndal Quartet
Kvartett Rebekku Blöndal
Þessi nýlegi kvartett samanstendur af söngkonunni Rebekku Blöndal, Andrési Þór Gunnlaugssyni gítarleikara, Matthíasi Hemstock á trommum og Birgi Steini Theódórssyni á kontrabassa. Til stendur að spila nýlegt efni sem er væntanlegt til útgáfu frá Rebekku í bland við eldra efni og efni eftir aðra höfunda. Tónlist Rebekku mætti lýsa sem jazz með popp og sálar brag en lagið hennar Lítið Ljóð hlaut mikla athygli þegar það kom út. Rebekka gaf út plötuna Ljóð 2022 og hlaut hún góða dóma og í kjölfar hennar var Rebekka valin söngvari ársins 2022 í flokki djass- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023. Viðburður byrjar kl. 17:30 þann 30. ágúst á Ský Bar & Lounge, frítt inn og allir velkomnir.
Sjá meira!
JAZZ BRÖNS
Hlynurkjalar
Hlynur/Kjalar
Hlynur Sævarsson bassaleikari og Kjalar Kollmar söngvari, kynntust í MÍT þar sem þeir stunduðu báðir nám. Leiðir þeirra lágu saman og dúettinn Hlynur/Kjalar varð til á útskriftartónleikum en bæði Hlynur og Kjalar útskrifuðust úr skólanum vorið 2023. Viðburður byrjar kl. 12:00 þann 1. september á Jörgensen Kitchen & Bar, frítt inn og allir velkomnir.
Bóka borð