The family
Sagan okkar

Við hjá Miðbæjarhótel / Center Hotels elskum söguna okkar sem er bæði heiðarleg og áhugaverð. Eins og góðri sögu sæmir þá segir hún frá því hvernig við urðum til og hvernig við komumst á þann stað sem við erum í dag. Sagan er góð og því finnst okkur skemmtilegt að deila henni með öðrum.

Sæta upphafið

Eigendur Center Hotels þau Kristófer og Svanfríður koma bæði frá Akranesi. Þau hittust fyrst þegar þau voru aðeins 10 ára gömul og svo aftur nokkrum árum síðar og voru fljótlega gift og eignuðust börnin sín þrjú þau Maron, Söru og Önnu Ólöfu. Fjölskyldan fluttist til Svíþjóðar þar sem Svanfríður fór í svæfingarhjúkrun og Kristófer í hagfræði. Þau fluttust aftur til Íslands 1987 og hóf Svanfríður þá störf við hjúkrun og Kristófer í ráðgjöf.

Ferðaþjónustuævintýrið hefst - 1994

Oliver, faðir Kristófers starfaði sem næturvörður á gistihúsi í Reykjavík sem kallaðist “Gistihúsið Flókagötu 1”. Þegar eigendur gistihússins buðu Oliver að taka við rekstrinum deildi hann hugmyndinni með Kristófer og Svanfríði þannig að úr varð að þau ákváðu að hoppa á tækifærið og kaupa gistihúsið. Við það hófst ferðalagið þeirra í ferðaþjónustunni. Þetta átti sér stað 1994. Svanfríður lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur til að geta einbeitt sér alfarið að rekstri gistihússins sem innihélt 14 herbergi. Oliver hélt áfram að starfa sem næturvörður á gistihúsinu og börnin þrjú aðstoðuðu við herbergjaþrif og morgunverð þegar þau voru ekki í skólanum áður en þau fengu að tileinka sér önnur störf innan gistihússins. Þetta var sannkallaður fjölskyldurekstur á gistihúsinu þar sem allir byrjuðu á byrjuninni og unnu saman.

Úr litlu gistihúsi í Center Hotels - 1998

Fjórum árum eftir að hafa tekið við Gistihúsi Flókagötu 1, keyptu Kristófer og Svanfríður þeirra fyrsta hótel sem var Skjaldbreið hótel, staðsett á Laugavegi, aðal verslunargötunni í Reykjavík. Þessi fallega og reisulega bygging sem hýsti Skjaldbreið var upphaflega byggð og notuð til að hýsa apótek en í húsinu var apótek, lyfjaframleiðsla og húsnæði apótekarans. Miklar breytingar urðu á byggingunni þegar henni var breytt í hótel en útkoman var 33 herbergja hótel. Mikið gekk á í breytingunum og lenti Kristófer í alvarlegum meiðslum á hendi þegar hann var að færa til brotinn hornglugga en Svanfríður með sína reynslu úr hjúkrun þekkti til lækni sem framkvæmdi þá erfiðu aðgerð við að koma hendinni saman, sem tókst og Kristófer var mættur aftur á vinnusvæðið daginn eftir.

Tími fyrir hótel númer 2 - 2001

Þremur árum síðar, árið 2001 opnuðum við okkar annað hótel, Klöpp í byggingu sem hýsti áður Ríkisútvarpið [RÚV]. Byggingin fór úr því að deila fréttum til þjóðarinnar í 46 herbergja hótel fyrir gesti sem vildu njóta sín í miðborginni. Hótelið var og er staðsett í örstuttu göngufæri frá Skjaldbreið og þar sem hótelin voru orðin tvö talsins í miðborginni var ákveðið að þau skyldu kallast Miðbæjarhótel /Center Hotels og ferðalagið í átt að því að bjóða upp á keðju hótela í borginni hófst fyrir alvöru. Það var á þessum tíma sem fjölskyldan byrjaði að stækka með tilkomu starfsmanna Center Hotels sem allir urðu samstundis hluti af Center Hotels fjölskyldunni.

Þetta varð okkur hjartnæmt - 2006

Við elskum miðborgina og byggingar sem hafa sögu að segja og því gátum við ekki verið hamingjusamari þegar við opnuðum hótel númer 3 í röðinni þar sem það var ekki aðeins staðsett í miðborginni heldur var byggingin með skemmtilega sögu. Þingholt hótel var áður prentsmiðja sem kallaðist “Ísafold” og var starfandi frá 1942 - 1994. Ísafoldar prentsmiðjan prentaði meðal annars Morgunblaðið. Byggingin er staðsett í Þingholtsstræti sem er ein af elstu götum Reykjavíkur og þótti/þykir mjög flottur staður til að vera á. Þar sem staðsetningin var góð vildum við bjóða upp á hótel sem væri viðeigandi og því var ákveðið að Þingholt yrði boutique hótel. Þingholt varð fjótt sannkallaður gimsteinn í borginni með 52 fallega innréttuð herbergi í skemmtilegum stíl

NÝR KAFLI VIÐ HÖFNINA Í REYKJAVÍK - 2007

Það var mikið um að vera hjá okkur árið 2007. Enn og aftur urðum við það heppin að fá að taka við byggingu sem hafði sögu að segja. Í þetta sinn var það bygging staðsett við höfnina sem áður hýsti Vélstjóraskólann. Byggingin var reist árið 1933 og var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni arkitekt. Þegar við tókum við byggingunni breyttum við henni í 104 herbergja hótel sem við nefndum Arnarhvoll og bættum að auki við heilsulind og lounge & bar á efstu hæð hótelsins.

FRÁ PRENTSMIÐJU Í HÓTEL - 2009

Árið 2009 bauðst okkur það tækifæri að taka við hóteli sem smellpassaði inn sem hluti af hótelkeðjunni. Plaza hótel varð því fimmta hótelið í röðum Center Hotels. Staðsetningin á hótelinu var mjög góð en það var/er staðsett við Aðalstræti, elstu götu Reykjavíkur. Líkt og hin hótelin okkar hafði Plaza byggingin góða sögu en tenging okkar við prentun og fjölmiðla hélt áfram þar sem byggingin hýsti áður skrifstofur Morgunblaðsins en eftir breytinguna hýsti byggingin 255 herbergi og varð um leið okkar stærsta hótel.

Áfram gakk - 2015

Eins augljóst og það er þá þarf maður að hafa ævintýraþrá og vilja til að taka áhættu til að byggja upp keðju af hótelum líkt og Kristófer og Svanfríður hafa gert. Þannig að í frítíma sínum þá þykir þeim ekkert betra en að lifa í núinu og sigla um höfin blá. Og það er nákvæmlega það sem þau ákváðu að gera - loksins var komið að þeirra draumi um að sigla hringinn í kringum heiminn eftir að hafa unnið bakið brotnu í mörg ár. Þannig að árið 2015 ákváðu þau að láta verða af þeim og skildu hótelin eftir í öruggum höndum dóttur sinnar og starfsmanna og hófu nýtt ár ævintýra. Á þeim tíma opnuðum við svo sjötta hótelið; Miðgarð. Sú bygging hýsti áður bankastarfsemi en Búnaðarbankinn var lengi vel staðsettur í byggingunni. Fara þurfti í miklar endurbætur og breytingar á byggingunni sem opnaði fyrst um sinn 43 herbergi en með viðbót við hótelið og stækkun varð hótelið að 170 herbergja hóteli með fundarsal, heilsulind og veitingastaðnum; Jörgensen Kitchen & Bar.

Ótrúlegir hlutir gerast þegar allir standa saman - 2019

Laugavegur hótel, var einfaldlega nefnt eftir götunni sem hótelið er staðsett við, sem sagt Laugaveg. Líkt og hin hótelin okkar er Laugavegur líka með sögu en sú saga snýr ekki að byggingunni heldur á svæðinu sem hún stendur við. Laugavegur var leiðin sem tekin var þegar íbúar Reykjavíkur fóru að þvo af sér og sínum í heitu laugunum hér áður fyrr. Enn þann dag í dag er Laugavegur fjölsóttur og mikilvægur staður fyrir íbúa og gesti Reykjavíkur nema að núna hýsir Laugavegur verslanir og aðra afþreyingu. Við opnun hótelsins var ákveðið að nota tækifærið og taka eitt skref afturábak og skoða hvað við höfum gert síðustu 25 árin og tekin var ákvörðun að tími væri komin til að hressa upp á útlit, innihald og skilaboð Center Hotels. Laugavegur með 102 herbergi og tvo veitingastaði varð því fyrsta hótelið í keðju Center Hotels sem hannað var í nýja útlitinu. Skemmtileg skilaboð sem ýmist eru sögur, tilvitnanir eða málshættir um Ísland, Íslendinga og allt það sem íslenskt er, er sýnilegt á hótelinu með þeim tilgangi að deila íslenskri menningu og hefðum með gestunum okkar.

Með stáltaugar héldum við áfram - 2021

Árið 2021 var eins og hjá vel flestum það erfiðasta sem við höfum staðið frammi fyrir en það stöðvaði þó ekki drauminn okkar sem var opnun áttunda hótelsins; Grandi. Staðsett eins og nafnið bendir til á Granda. Líkt og áður hefur nýjasta hótelbyggingin okkar skemmtilega sögu en hún hýsti áður fyrr Vélsmiðjuna Héðinn til margra ára. Núna hefur byggingunni verið breytt í hótel með 195 herbergi, veitingastað, fundarsali, bar og bráðum heilsulind. Við bjóðum gestum upp á fallegt umhverfi, góða þjónustu og góðan stað til að dvelja á meðan þeir njóta alls hins besta sem Reykjavík og Ísland hefur upp á að bjóða.

Og að því nýjasta - sem býður upp á nýja möguleika - 2023

Og þá að því nýjasta í röðum Center Hotels fjölskyldunnar sem ber töluna níu. Þessi fjölskyldumeðlimur er aðeins öðruvísi en hinir þar sem þessi býður upp á 31 vel skipulagðar og rúmgóðar íbúðir sem fela í sér allt það sem þú þarft á að halda til að eiga góðar stundir í miðborginni. Þingholt Apartments er staðsett á Þingholtsstræti 2 við Laugaveginn. Staðsetningin er góð fyrir gesti þar sem stutt er í allar áttir frá íbúðarhótelinu. Við erum hæstánægð með að geta boðið upp á þennan nýja valmöguleika fyrir þá gesti sem kjósa að geta dvalið í rúmgóðri íbúð þar sem hægt er að elda, slaka á og njóta á meðan dvalið er í miðborginni.

Ferðalagið okkar til dagsins í dag

Ferðalagið frá upphafi og til dagsins í dag hefur verið langt en skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna þar sem allir meðlimir hennar, þ.e börn Kristófers og Svanfríðar ásamt barnabarni hafa tengst og unnið á hótelunum á einn eða annan hátt. Maron með tæknilega þáttinn, Sara sem Framkvæmdastjóri Sölu & Markaðssviðs og núna sem CCO og Anna Ólöf í söludeild og móttöku. Elstu barnabörnin hafa einnig lagt sitt af mörkum í sölu- og rekstrardeild sem og dyggu starfsmenn hótelkeðjunnar sem vinna að því alla daga við að gera upplifun gesta sem allra besta með því að veita þeim góða þjónustu og fallegt umhverfi þannig að gestum líði vel og njóti sín á meðan á dvölinni stendur.

Gistiheimilið Flókagötu 1
Gistiheimilið Flókagötu 2
Home office
Skjaldbreið renovation
Klöpp renovation
Klöpp 2
Vestnorden 2000
Vestnorden
Office celebration
Kristófer yngri
Arnarhvoll
Vestnorden 2013
Þingholt
Equal pay
Midatlantic
Reception - Team Center Hotels
Pink october
Workshop
Center Hotels - Rebranding
Grandi preperation - Team Center Hotels II
Grandi preperation - Team Center Hotels