Careers at Center Hotels
Starfsframi í boði
Hluti af fjölskyldunni

Við búum svo vel að því að hafa fjölbreyttan mannauð sem samanstendur af hæfileikaríku fólki á sínu sérsviði. Hópurinn er eins og hótelin okkar, fjölskylda þar sem hver og einn fær að skína og vaxa með gildin okkar að leiðarljósi sem eru "Jákvæðni, heiðarleiki og þjónusta".

Störf í boði
Arnarhvoll - reception
Við viljum heyra frá þér
Ef þú hefur brennandi áhuga á að nýta hæfileika þína og metnað í lifandi umhverfi hjá vaxandi fyrirtæki og ert að leita eftir starfsframa hjá fyrirtæki sem getur boðið þér fyrsta flokks þjálfun og þróun í starfi þá viljum við heyra frá þér.
Meira takk!
Starfsþróun
Grandi preperation - Team Center Hotels II
Vaxa og dafna í starfi
"Meirihluti stjórnenda okkar byrjuðu í móttökunni eða á veitingastaðnum okkar" Þannig sögur má heyra víða um hótelin okkar. Þegar þú ert einu sinni hluti af fjölskyldunni er það í raun undir þér komið hvert þú stefnir. Hvort sem þú reiðir fram mat og vín eða finnur þig vel í fjármáladeildinni, þá gildir það sama um alla: Ef þú hefur ástríðuna færðu stuðning okkar og hvatningu til að fara lengra. Við tryggjum að allir okkar starfsmenn okkar fái jöfn tækifæri til að þroskast í starfi og bjóðum því upp á úrval námskeiða í Center Hotels skólanum sem ýtir undir og aðstoðar starfsfólk okkar til efla sig enn frekar og til að þróast í starfi.