isafold lobby
Veislurnar okkar
Hafa samband
Veislur

Hvort sem þú ert að leita að stað til að halda matarboðið þitt, saumaklúbbinn, útskriftarveisluna eða fermingarveisluna fyrir barnið þá erum við með lausnina. Við bjóðum upp á úrval af sölum fyrir svotil öll þau tilefni sem þér dettur í hug.

Jörgensen Kitchen & Bar
jör veisla
Miðborgarstemning
Jörgensen Kitchen & Bar er tilvalinn staður í borginni til að halda veisluna, hvort sem um er að ræða stóra eða litla veislu. Veitingasalurinn er rúmgóður, fallega innréttaður og umfram allt þægilegur. Stórir gluggar, hátt til lofts, góð sæti og aðgengi út í lokaðan garð þar sem einnig eru borð og stólar. Gott hljóðkerfi er til staðar í salnum. Á Jörgensen er boðið upp á úrval veitinga sem hægt er að velja - allt frá léttum pinnamat upp í máltíðir - allt eftir óskum og eðli veislunnar.
Sjá Jörgensen Meira takk!
SKÝ Lounge & Bar
sky veisla
Stórkostlegt útsýni
Stórbrotið útsýni og fallegur salur er það sem þú færð þegar þú heldur veislu á SKÝ. Salurinn er staðsettur í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið á efstu hæð sem jafnframt er 8.hæð með stórum gluggum sem býður upp á stórkostlegt útsýni yfir miðborgina, Hörpu og Faxaflóann með fjallasýninni fögru. Gestirnir eiga eftir að njóta hverrar mínútu. Í boði er úrval af veitingum, allt frá smáréttum upp í stærri réttir - allt eftir því hvað þú kýst.
Sjá SKÝ Meira takk!
Plaza salur
Plaza veislusalir á Center Hotels í Reykjavík, Center Hotels Plaza veislusalir í Reykjavík
Í hjarta borgarinnar
Salurinn á Plaza er staðsettur í hjarta borgarinnar, beint fyrir framan Ingólfstorg. Salurinn er rúmgóður, bjartur með stórum gluggum og aðgengi út í lokað port þar sem fyrir eru borð og stólar. Aðgengið að salnum er mjög gott þar sem hann er staðsettur á jarðhæð. Í boði er gott úrval af veitingum fyrir veisluna - allt eftir því hvað þú óskar eftir.
Sjá Plaza Meira takk!
Ísafold Lounge & bar
isafold-1
Glæsilegt & notalegt
Ertu að leita að stílhreinu og eftirminnilegu rými fyrir viðburðinn þinn? Ísafold Lounge & Bar í Reykjavík er hinn fullkomni kostur. Rýmið tekur allt að 60 manns í sæti eða 80 standandi gesti og býður upp á veitingaþjónustu, faglegt starfsfólk og fullbúinn bar. Hvort sem um ræðir kvöldverðarboð, kokteilkvöld eða hátíðarviðburð, þá tryggir Ísafold ógleymanlega upplifun.
Sjá Ísafold Meira takk!

Í veislusölunum

Þráðlaust net
Skjár & skjávarpi
Veitingar
Bar